Valið

Gamall draumur endurvakinn

Kínverska orðið weiji (危机) merkir krísa og það má með sanni segja að það sem af er ári 2020 hafi verið krísutími. Hins vegar er kínverska orðið margslungnara en hið íslenska, þar sem það er samsett úr tveimur táknum. Hið fyrra, wei 危 þýðir eitthvað sem er hættulegt eða ógn stafar af. Hið seinna, ji […]

Read More Gamall draumur endurvakinn

Í austurvegi

Ég gerði mér ferð um daginn upp í Háskóla Íslands þar sem ég hitti fyrir Magnús Björnsson, forstöðumann Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós, en hann heldur úti hlaðvarpinu „í austurvegi“ þar sem fjallað er um ýmis málefni tengd Kína. Hann fær reglulega til sín einstaklinga sem hafa tengsl við Kína og fær þá til að deila sinni reynslu.

Read More Í austurvegi

Tunglgyðjan Chang´e og konurnar í geimferðaáætlun Kína

Kínverskar goðsagnir eru fjölmargar og ævafornar. Goðsögnin um Changʾe (嫦娥), gyðju tunglsins, er ekki vel þekkt utan Kína. Changʾe er þekktust fyrir að hafa stolið elixír eilífs lífs frá eiginmanni sínum Hou Yi (后羿) og skipar mikilvægan sess á hinni svokölluðu miðhausthátíð eða tunglhátíð í Kína (e. Mid-Autum festival, 中秋节) Til eru nokkrar mismundandi útgáfur […]

Read More Tunglgyðjan Chang´e og konurnar í geimferðaáætlun Kína

Vöruskiptajöfnuður í nóvember slær öll met

Afgangur á vöruskiptajöfnuði í Kína í nóvember var jákvæður um 75,4 milljarða Bandaríkjadala, sem er nýtt met og munar þar mestu um aukna eftirspurn frá Bandaríkjunum. Heildarútflutningsverðmæti Kína í mánuðinum fór yfir 268 milljarða Bandaríkjadala. Útflutningur til Bandaríkjanna jókst um 46% þrátt fyrir verndartolla sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á ýmsar útflutningsvörur í viðskiptastríði ríkjanna tveggja. […]

Read More Vöruskiptajöfnuður í nóvember slær öll met

Saga Hong Kong

Á dögunum var fjallað um fyrra ópíumstríðið og sögu Hong Kong í þætti Veru Illugadóttur „Í ljósi sögunnar“.Fyrir alla þá sem hafa áhuga á hvað er að gerast í Hong Kong þessi misserin, þá er þetta mjög mikilvægur sögulegur bakgrunnur. Frábærlega unninn þáttur og fróðlegur. Þáttinn má heyra hér.

Read More Saga Hong Kong

Af hverju drekka Kínverjar heitt vatn?

Íslendingar sem ferðast hafa til Kína eða sem hafa starfað í ferðaþjónustu og þjónustað Kínverja, hafa eflaust kynnst því að Kínverjar eru ekki hrifnir af því að drekka kalt vatn. Undantekningarlaust er beðið um heitt vatn eða te með matnum og hraðsuðuketill er staðalbúnaður á hótelherbergjum. Margur Íslendingurinn hefur furðað sig á þessu, enda þykir […]

Read More Af hverju drekka Kínverjar heitt vatn?

Hvað eru kínverskir ferðamenn að spá varðandi sína fyrstu ferð eftir Covid-19?

Kínverjar voru fyrstir til að fara í gegnum Covid-19 faraldurinn að mestu. Þrátt fyrir nokkur ný smit hér og þar í Kína á síðustu vikum, þá er lífið þar í landi smátt og smátt að færast í það sem kalla mætti eðlilegt horf. Alþjóðlega ráðgjafa fyrirtækið McKinsey & Company (sem Íslendingum er vel kunnugt eftir […]

Read More Hvað eru kínverskir ferðamenn að spá varðandi sína fyrstu ferð eftir Covid-19?

Covid-19 í Wuhan – ný smit

Covid-19 veiran á upphaf sitt að rekja til Wuhan borgar í Hubei héraði í Kína. Þar var faraldurinn hvað verstur í Kína, með tæplega 70.000 staðfest tilfelli og rúmlega 3.000 dauðsföll. Um síðustu helgi greindust 6 ný tilfelli í borginni, en engin ný smit höfðu greinst frá 3. apríl. Í kjölfar þessara nýju smita hafa […]

Read More Covid-19 í Wuhan – ný smit