Gamall draumur endurvakinn

Kínverska orðið weiji (危机) merkir krísa og það má með sanni segja að það sem af er ári 2020 hafi verið krísutími.
Hins vegar er kínverska orðið margslungnara en hið íslenska, þar sem það er samsett úr tveimur táknum.

Hið fyrra, wei 危 þýðir eitthvað sem er hættulegt eða ógn stafar af.

Hið seinna, ji 机merkir tækifæri.

Kínverjar þekkja krísur mætavel, enda eiga þeir sér sem menningarsamfélag rúmlega 5.000 ára sögu, þar af 3.500 ár af ritaðri sögu. Þeir þekkja það af reynslunni að í ógnum og krefjandi aðstæðum felast iðulega mörg tækifæri, sem áður hefðu ekki verið möguleg eða verið mönnum hulin.

Ég ákvað því að nota þetta tækifæri til að endurvekja gamlan draum, að halda úti bloggsíðu sem væri helguð fóstur heimalandi mínu Kína. Á þessari síðu er ætlunin að setja inn áhugaverðar fréttir frá Kína, sem oft fara lágt í íslenskum fjölmiðlum; fréttir sem tengjast stjórnmálum, menningu, tækni og dægurmálum ýmis konar.

Þegar fram líða stundir er einnig á döfinni að vera með vlog eða myndbandsblogg, þar sem ég mun deila minni eigin reynslu frá Kína, innsýn í málefni líðandi stundar og alls konar vangaveltum. Einnig stendur til að fá til mín góða gesti sem þekkja vel til Kína og búa yfir einstöku sjónarhorni á samskipti Íslands og Kína og á málefni sem tengjast Kína.

6 athugasemdir á “Gamall draumur endurvakinn

  1. Frábært framtak Arnar! Ekki veitir af upplýstri umræðu um Kína á þessum tímum sem einkennast af svo miklum sleggjudómum, áróðri í allar áttir og ágreiningum sem einungis næra frekari fordóma. Ég hlakka til að fylgjast með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s