Covid-19 í Wuhan – ný smit

Covid-19 veiran á upphaf sitt að rekja til Wuhan borgar í Hubei héraði í Kína. Þar var faraldurinn hvað verstur í Kína, með tæplega 70.000 staðfest tilfelli og rúmlega 3.000 dauðsföll.

Um síðustu helgi greindust 6 ný tilfelli í borginni, en engin ný smit höfðu greinst frá 3. apríl. Í kjölfar þessara nýju smita hafa borgaryfirvöld ákveðið að allir íbúar borgarinnar, 11 milljónir manna, skuli prófaðir fyrir Covid-19 veirunni á 10 daga tímabili, en endanleg dagsetning hefur enn ekki verið ákveðin.

Ónefndur prófessor, sem talaði við South China Morning Post, sagði að jafn víðtæk skimun væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir nýjan faraldur í borginni. Hann vildi meina að Kína gæti hæglega framkvæmt svona mörg próf á jafn skömmum tíma, enda búin að stórefla skimunargetu sína á síðustu mánuðum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s