Vöruskiptajöfnuður í nóvember slær öll met

Afgangur á vöruskiptajöfnuði í Kína í nóvember var jákvæður um 75,4 milljarða Bandaríkjadala, sem er nýtt met og munar þar mestu um aukna eftirspurn frá Bandaríkjunum. Heildarútflutningsverðmæti Kína í mánuðinum fór yfir 268 milljarða Bandaríkjadala.

Útflutningur til Bandaríkjanna jókst um 46% þrátt fyrir verndartolla sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á ýmsar útflutningsvörur í viðskiptastríði ríkjanna tveggja.

Útflutningsgreinarnar hafa vafalítið notið góðs af því hversu snemma kínverska hagkerfið gat opnað á ný eftir að böndum var komið á útbreiðslu Covid-19 í Kína á sama tíma og samkeppnisaðilar þeirra víðsvegar um heiminn hafa þurft að berjast í bökkum vegna minnkandi eftirspurnar og sóttvarnaraðgerða sem komið hafa niður á starfsemi þeirra.

Hins vegar er ekki talið líklegt að þessi vöxtur muni halda áfram á næsta ári þegar bóluefni gegn Covid-19 koma á markað og samkeppnisumhverfið færist í eðlilegra horf.

Vöruskiptajöfnuður í Kína er hagstæður um 460 milljarða Bandaríkjadala á fyrstu 11 mánuðum ársins 2020, sem er aukning um rúm 21% miðað við sama tíma í fyrra.

Útflutningur til Bandaríkjanna er kominn í tæpa 52 milljarða Bandaríkjadala og innflutningur á bandarískum vörum jókst um 33% á árinu og er komin í 14,6 milljarða Bandaríkjadala. Vöruskiptajöfnuðurinn við Bandaríkjin hefur aukist um 52% milli ára og stendur í 37,3 milljörðum Bandaríkjadala.

Kínversk yfirvöld hafa heitið því að kaupa fleiri bandarískar vörur, s.s. soya baunir, jarðgas og aðrar útflutningsvörur, til að stuðla að auknu jafnvægi í vöruskiptajöfnuði og binda endi á viðskiptastríðið og gagnkvæma verndartolla. Það gekk illa á fyrri hluta árs vegna takmarkaðrar eftirspurnar innanlands, en hefur gengið mun betur á síðari hluta þessa árs.

Eins og staðan er í dag er líklegt að Kína verði eina stóra hagkerfið í heiminum þar sem vöxtur mælist á þessu ári.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s