Tunglgyðjan Chang´e og konurnar í geimferðaáætlun Kína

Kínverskar goðsagnir eru fjölmargar og ævafornar.

Goðsögnin um Changʾe (嫦娥), gyðju tunglsins, er ekki vel þekkt utan Kína. Changʾe er þekktust fyrir að hafa stolið elixír eilífs lífs frá eiginmanni sínum Hou Yi (后羿) og skipar mikilvægan sess á hinni svokölluðu miðhausthátíð eða tunglhátíð í Kína (e. Mid-Autum festival, 中秋节)

Til eru nokkrar mismundandi útgáfur af goðsögninni. Í sumum þeirra er Changʾe neydd til að drekka elíxirinn þegar lærisveinn eiginmanns hennar reynir að stela drykknum, en í öðrum er sagt frá því að hún hafi stolið elíxirnum af eigingirni. En öllum frásögnum ber saman um það að hún hafi drukkið elíxirinn, orðið ódauðleg, flúið til tunglsins og sest þar að í kristalshöll.

Goðsögnin um Changʾe lifir enn góðu lífi. Hún kemur fyrir í vinsælum tölvuleikjum í Kína og víðar og nýlega var gerð teiknimynd sem byggir að hluta til á goðsögninni á Netflix, en hún ber heitið „Over the moon“

En ef til vill er stærsti virðingarvotturinn við mánagyðjuna að kínverska tungllendingaráætlunin (Chinese Lunar Expedition Program – 中国探月) er einnig nefnd í höfuðið á henni og jafnframt heita brautar- og lendingarförin sem fara til tunglsins Changʾe 1, Changʾe 2, o.s.frv.

Fyrsta Changʾe brautarfarinu var skotið á loft árið 2007 og var á braut um tunglið í 16 mánuði og tókst meðal annars að skanna yfirborðið í heild sinni sem leiddi til þess að hægt var að gera þrívítt kort af landslagi tunglsins.

Changʾe 3 var fyrsta lendingarfarið og lenti á yfirborði tunglsins í desember 2013. Þar um borð var kínverskur jeppi, Yutu, sem rannsakaði um 3 ferkílómetra svæði á 3 mánaða tímabili.

Yutu jeppinn kannar yfirborð tunglsins

Árið 2019 varð Changʾe 4 svo fyrsta geimfarið til að lenda á fjarhlið, eða skuggahlið, tunglsins og var markmiðið að rannsaka Von Kármán-gíginn svonefnda í Suðurspólsdældinni. Talið er að hann hafi myndast snemma í jarðfræðilegri sögu tunglsins. Um er að ræða einn dýpsta gíg sólkerfisins, meira en 2.500 kílómetrar að þvermáli og þrettán kílómetra djúpur.

Þann 1. desember sl. lenti svo Changʾe 5 lendingarfarið á tunglinu, nálægt Mons Rümker gígnum við Stormahafið. Verkefni þessarar ferðar var að safna bergsýnum og koma þeim aftur til jarðar til að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, ásamt því að gefa vísbendingar um hversu lengi tunglið var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út.

Tunglfarið sneri svo aftur til jarðar þann 17. desember með uþb. 2 kíló af mánasteinum til rannsóknar og má því með sanni segja að þetta nýjasta geimævintýra Kína hafi fullkomlega gengið upp.

Það sem hefur vakið mikla athygli innanlands í Kína hefur verið áhersla ríkisfjölmiðlana á umfjöllun um 3 ungar konur sem gengdu lykilhlutverki í tunglferð Changʾe 5. Hin 24 ára Zhou Chengyu (周承钰) hefur vakið hvað mesta athygli og hefur hún verið kölluð stóra systir 大姐 af netverjum, sem er ákveðinn virðingarvottur.

Zhou, sem kemur frá Guizhou(贵州) héraði í Kína, er yngsti foringinn í geimferðaáætlun Kínverja og að þessu sinni stýrði hún tengikerfi eldflaugarinnar sem skaut Changʾe 5 á loft í síðasta mánuði, en það er talið vera algjört lykilhlutverk við skot geimflauga.

Zhou Chengyu við störf

Konur í vísindagreinum í Kína hafa að sjálfsögðu fagnað því að sviðsljósinu hafi verið beint að konum í fremstu víglínu geimferðaráætlunarinnar, en benda jafnframt á að fjölmargar samfélagslegar hindranir takmarki enn framgang kvenna í raunvísindagreinum í Kína.

Haft er eftir Cai Zhen, prófessor í örverufræði við Tsinghua háskólann í Beijing (清华大学) að sé litið til allra þeirra kvenna sem leggja stund á og starfa við vísindi og verkfræði í Kína, þá er eflaust um svipaðan fjölda að ræða og karlmenn. Hins vegar er hlutfallið miklu mun lægra þegar kemur að stjórnunar- og ábyrgðarstöðum. Telur hún að þær samfélagslegu væntingar sem gerðar eru til kvenna í Kína um að þær verji hlutfallslega mestum tíma sínum í að hugsa um fjölskylduna sé stærsta hindrunin fyrir konur sem vilja ná langt í sínum störfum.

Þó að enn virðist langt í land að kínverskar konur njóti sömu velgengni og tækifæra og kínverskir karlmenn, þá er ljóst að Zhou Chengyu hefur vakið von í brjósti ungra kvenna í raunvísindum og mun eflaust verða hvatning fyrir fleiri ungar konur að leita frama í kínverska vísindaheiminum.

„Elskum vísindin, leggjum stund á vísindin, notum vísindin“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s