
Miðríkið er vettvangur fyrir mig til að deila þeim fréttum og umfjöllunum um málefni líðandi stundar í Kína sem ég persónulega tel áhugaverðastar. Þetta er ekki fréttaveita, heldur persónulegt blogg þar sem ég miðla fréttum frá Kína, minni eigin reynslu og annarra frá Kína með það fyrir augum að sýna fólki Kína eins og ég skil það: margbrotið, flókið, ævintýralegt, ægifagurt og ávallt meira en lítið framandi land.
Ábyrgðarmaður Miðríkisins er undirritaður, Arnar Steinn Þorsteinsson, kínverskufræðingur og fyrrum sölustjóri ferðaskrifstofunnar Nonna Travel. Ég bjó í Kína á árunum 2001 – 2006 og útskrifaðist með BA í kínversku og kínverskum fræðum frá Zhongshan Háskólanum í Guangzhou, Kína.
Allar götur síðan þá hef ég ferðast fram og aftur milli landanna minna tveggja og viðhaldið tengslum mínum við fósturmóður mína Miðríkið.