Námskeið fyrir íslenska ferðaþjónustu

Kínverskir ferðamenn skipa æ mikilvægari sess fyrir íslenska ferðaþjónustu, og mun mikilvægi þeirra síst minnka þegar flugleiðir fara að opnast á ný eftir Covid-19. Leiða má líkum að því að Ísland verði mjög spennandi áfangastaður fyrir kínverska ferðamenn á næstu mánuðum og misserum, þar sem öryggi og heilbrigði skipta þá gífurlegu máli við val á áfangastað.

Síðustu tvö ár höfum við verið að bjóða upp á námskeið þar sem fjallað er um nálganir í sölu- og markaðsmálum í Kína, hvernig betur megi þjónusta kínverska ferðamenn með því að skilja betur þeirra menningarheim og umhverfi og hvernig íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta betur undirbúið sig fyrir aukin viðskipti frá Kína.


Námskeiðið er haldið af Ársæli Harðarsyni (Regional Manager Asia, Icelandair) og Arnari Steini Þorsteinssyni (Sölustjóri, Nonni Travel). Báðir hafa þeir starfað á Kínamarkaði í rúman áratug og hafa mikla haldbæra reynslu af bæði sölu- og markaðsmálum á hinum risavaxna og margslungna kínverska ferðamarkaði og þjónustu við kínverska ferðamenn.
Þetta er ómissandi námskeið bæði fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem eru nú þegar að þjónusta kínverska ferðamenn og vilja bæta þá þjónustu og þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að efla sitt sölu- og markaðsstarf í Kína með það fyrir augum að fá fleiri beinar bókanir og auka sína framlegð.
Námskeiðið hentar jafnt stjórnendum, sölu- og markaðsfólki, starfsfólki í bókunum og starfsfólki í framlínu fyrirtækja í daglegum samskiptum við kínverska viðskiptavini.

Ársæll Harðarson

Regional Manager Asia, Icelandair

Arnar Steinn Þorsteinsson

Sölustjóri Nonni Travel


Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar

senda tölvupóst