Ráðgjöf

Kína og kínverski markaðurinn er aðlaðandi fyrir augljósar sakir: Þar búa rúmlega 1.300 milljónir manna með ört vaxandi millistétt sem hefur góðar ráðstöfunartekjur, mikinn áhuga á erlendum vörum (lesist: ekki framleiddar í Kína) og einkennist af nýjungagirni.

Kínverski markaðurinn er hins vegar ekki auðveldur viðureignar. Fyrst og fremst er það vegna tungumálsins, en einnig er vert að geta þess að nálganir í sölu- og markaðsmálum eru oft mjög ólíkar því sem við eigum að venjast hér á landi.

Undirritaður hefur starfað í ferðaþjónustu meira og minna síðan 2006, og hefur mikla reynslu af sölu og markaðsmálum á kínverska og japanska markaðnum, sem og mörkuðum SE-Asíu.

Auk þess bý ég yfir öflugu tengslaneti í þessum heimshluta fyrir aðila sem eru að leita að framleiðslumöguleikum, dreifileiðum eða samstarfsaðilum, sérstaklega í Kína.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafið samband.